Gone Fishing ehf

Sjóveiði! Algeng mistök!

Algengustu mistök sem byrjendur í strandveiði gera er að halda að stöngin ráði við að lyfta veiðinni upp á bryggjuna eða klettana.


Þetta er rangt og margur veiðimaðurinn hefur brotið stöngina sína einmitt með því að reyna að lyfta veiðinni upp með afli stangarinnar.


Athugið, vatnið hefur þann eiginleika að öll þyngd er auðveldari í meðförum á meðan hún er ofan í vatninu. Um leið og þyngdin kemur upp úr vatningu er um allt annað lögmál að ræða og þá þarf að gera eðlilegar ráðstafanir til að koma þyngdinni upp á þurrt.


Við ráðleggjum veiðimönnum eindregið að nota "drop net" eða "gaff" til að koma fiskinum á þurrt. Drop net er einfalt að búa til og kemur í veg fyrir óþarfa brot á stöng, öngull rifni út úr veiðinni og slit á línu.


Það virðist vera að gleymast að þótt það séu skemmtileg átök að draga fiskinn að landi þá eru átökin við að koma honum upp úr sjónum enn meiri. 

Vörukarfa
0 vörur

Samtals: 0 ISK